Það er ekki á hverjum degi sem torfærubíll fær nafn sem gæti eins vel átt heima á sveitaballi – en svona er það þegar Páll Skjóldal Jónsson, betur þekktur sem Palli Rolla, á í hlut. Hann er ökumaðurinn á bak við Rolluna, hraðaksturs-kindina sem hefur stokkið, oltið og spænt yfir allt sem mögulega gæti kallast braut.

Frá brjósti í brjálæði

Palli er alinn upp á Efri-Úlfstöðum, Austur-Landeyjum, þar sem torfæran virtist nánast renna með móðurmjólkinni. Hann var ekki orðinn fjögurra ára þegar hann byrjaði að hlaupa niður að póstkassanum í von um að stökkva inn í bíl hjá næsta manni sem kom að sunnan – bara til að komast í bíltúr. Fyrstu farartækin voru dráttarvélar, svo komu mótorhjól og loks bílar – og svo, að sjálfsögðu, Rollan.

Mótorsportferillinn – og Rollan fæddist

Árið 2015 steig hann fyrst inn í keppnisakstur, í rallycross-flokknum sem kallaður er 4x4 krónu flokkur“ Þar tókst honum að vinna bikarmeistaratitil – jafnvel á lánsbíl!

Árið 2017 læddist draumurinn aftan að honum. Hann fékk sér torfærubíl, endursmíðaði hann og gaf honum nafnið Rollan – nafnið kemur frá grunnskólanum þar sem eftir fermingu óx miklar krullur á höfði Palla sem fékk þá uppnefnið Palli Rolla. Í stað þess að láta þetta á sig fá, nýtti hann þetta nýja viðurnefni og nú er þetta nafn sem enginn gleymir.

Síðan þá hefur Palli tekið þátt í keppnum víða um land – Hellu, Egilsstaði, Akureyri og einni erlendis í Noregi og Bandaríkjunum – og orðið bæði Íslandsmeistari í sandspyrnu og þekktur fyrir að keyra eins og hann skuldi öllum í áhorfendasvæðinu pening.

Árið 2023 lagði Palli land undir fót og keppti í stórri torfærukeppni í Noregi. Þar lenti hann í miklu basli og virtist ferðin hafa farið til einskis en með gott lið á bakvið sig sem gerðu kraftaverk og komu þeir bílnum í gott stand og náði Rollan að landa fyrsta sætið annan daginn.

Árið 2024 var fyrsta skiptið sem Palli þurfti að taka sér pásu frá torfærunni vegna bakbrots, en hann brotnaði í þriðju braut á Hellu. En þrátt fyrir bak brotið þá náði Palli að komast á pall og endaði í þriðja sæti.

Rollan Racing væri ekki hér í dag nema fyrir frábæran hóp sem hefur stutt Palla í öllum hans ævintýrum.

Rödd torfærunnar – og podcast líka!

Palli er ekki bara á gasinu – hann er líka með hljóðnema. Hann stýrir hlaðvarpinu Torfæruspjallið með Andra Á kúrekanum, þar fá þeir til sín keppendur, liðsmenn og furðufugla úr mótorsportinu og ræðir torfæruna á eigin forsendum – með húmor, innsýn og smá drullu í hverri setningu.

Hann er líka duglegur að kynna torfæruna opinberlega og mætir reglulega á útvarpsstöðina X977, þar sem hann heldur sportinu lifandi í eyrum landsmanna með krafti, karakter og krullum.

Á bakvið tjöldin líka

Palli er í stjórn innan Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) og einnig vara formaður í Torfæruklúbbnum þar sem hann vinnur að því að bæta, þróa og halda við sportið sem hann elskar. Hann tekur þátt í skipulagningu viðburða og hjálpar til þar sem þarf – hvort sem það er með skipulagi, símhringingum eða trúðslátum

Ef þú ert ekki búinn að kynnast Rollunni og Palla – þá ertu að missa af. En það má laga það núna.

Liðið

Varningur

Rollan Racing bolur. framhlið.
Stærðir: S,M,L,XL,2XL,3XL
Verð: 6000 kr.

Rollan Racing bolur. bakhlið.
Stærðir: S,M,L,XL,2XL,3XL
Verð: 6000 kr.

Derhúfa

Verð: 3000 kr.

Húfa

Verð:2500 kr.

Lyklakippa
Verð: 1000 kr.

Tattoo

Verð: 1000 kr.

Poki

Verð: 2000 kr.

Penni
Verð: 500 kr.

Regnhlíf

Verð: 4500 kr.

Sólgleraugu

Verð: 2500 kr.

Límmiðar
Verð: 1000 kr.

Dagskrá 2025

3. maí

Íslandsmót

Hella

Google Maps hlekkur

31. maí

Íslandsmót

Suðurland

Google maps hlekkur

28. júní

Íslandsmót

Egilsstaðir

VANTAR STAÐS

19. júlí

Íslandsmót

Blönduós

VANTAR STAÐS

16. ágúst

Íslandsmót

Akureyri

VANTAR STAÐS

30. ágúst

Bikarmót

Suðurland

VANTAR STAÐS

Myndbönd

Styrktaraðilar

Samfélagsmiðlar

.